Fyrrverandi framkvæmdastjóri Upphafs kærður

Millifærslur frá Vélsmiðju Hjalta Einarssonar (VHE) til Péturs Hannessonar og …
Millifærslur frá Vélsmiðju Hjalta Einarssonar (VHE) til Péturs Hannessonar og félags hans, fasteignafélagsins Upphafs, hafa verið afhentar embætti héraðssaksóknara, en þær eru taldar varpa ljósi á tap GAMMA-sjóðs á síðasta ári. mbl/Arnþór Birkisson

Nú­ver­andi stjórn­end­ur Gamma hafa til­kynnt fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fast­eigna­fé­lags­ins Upp­hafs til lög­reglu, en fast­eigna­fé­lagið var í eigu sjóðs sem Gamma stýrði. Eft­ir að Kvika banki yf­ir­tók Gamma árið 2019 kom í ljós að eign­ir fast­eigna­fé­lags­ins voru of­metn­ar og var virði þess lækkað úr 5,2 millj­örðum í 40 millj­ón­ir. Töpuðu trygg­inga­fé­lög, líf­eyr­is­sjóðir og fleiri fjár­fest­ar stór­um upp­hæðum eft­ir að hafa fjár­fest í sjóðinum. Fjallað var um málið í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik í kvöld.

Upp­haf var að fullu í eigu fjár­fest­inga­sjóðsins Gamma: Novus og var jafn­framt eina eign sjóðsins. Í Kveik í kvöld kom fram að fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, Pét­ur Hann­es­son, hafi fengið greitt 58 millj­ón­ir frá verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Vélsmiðju Hjalta Ein­ars­son­ar, VHE, en fyr­ir­tækið hafði jafn­framt fengið risa­stór verk­taka­verk­efni frá Upp­hafi án útboðs.

Máni Atla­son, nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Gamma staðfest­ir við mbl.is að til­kynnt hafi verið um at­vik máls­ins til héraðssak­sókn­ara, en hann seg­ist treysta yf­ir­völd­um til að vinna úr þeim upp­lýs­ing­um með rétt­um hætti.

Fram kom í Kveik að greiðslurn­ar spanna tíma­bilið frá 2015 fram á mitt ár 2019. Sam­kvæmt gögn­un­um greiddi greiddi VHE Pétri eða fé­lagi hans, S3 Ráðgjöf, alls 58 millj­ón­ir króna í 21 greiðslu.

Í þætt­in­um kom fram að upp­lýs­ing­arn­ar um greiðslur til fram­kvæmda­stjór­ans og ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is í hans eigu hafi ekki verið á vitorði stjórn­ar­for­manns Upp­hafs og sjóðstjóra Gamma: Novus. Þá hafi greiðslurn­ar verið greidd­ar á sama tíma og fram­kvæmda­stjór­inn var í fullu starfi hjá Upp­hafi og hafi að mestu einn séð um að taka ákv­arðanir og gera samn­inga fyr­ir hönd Upp­hafs, meðal ann­ars við verk­taka.

Í til­kynn­ingu sem Gamma sendi frá sér eft­ir að þátt­ur­inn var sýnd­ur kom jafn­framt fram að Gamma muni fyr­ir hönd þeirra fjár­festa sem komu að Gamma: Novus kanna rétt til bóta úr hönd­um þeirra sem hlut eiga. Þá kem­ur fram að fram­kvæmda­stjór­inn hafi látið af störf­um hjá Upp­hafi í árs­byrj­un 2019, áður en Kvika hafi yf­ir­tekið fé­lagið. Eft­ir yf­ir­tök­una hafi skoðun leitt í ljós veru­legt of­mat á raun­fram­vindu verk­efna sam­an­borið við útlagðan fram­kvæmda­kostnað. Jafn­framt hafi sam­starfi við VHE verið slitið, en fé­lagið sá um tvö stærstu fast­eigna­verk­efni Upp­hafs á þeim tíma.

End­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Grant Thornt­on var fengið til að yf­ir­fara rekst­ur Gamma: Novus síðustu árin og liggja bráðabirgðaniður­stöður þeirr­ar rann­sókn­ar fyr­ir og verða þær kynnt­ar hags­munaðilum á næstu vik­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK