Sækja á 2,8 milljarða tryggingu

mbl.is/​Hari

Slitabú hins fallna WOW Air, þátttakendur í skuldabréfaútboði félagsins sem efnt var til í september 2018 og flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, freista þess að fá meint tjón sitt bætt sem þessir aðilar telja sig hafa orðið fyrir vegna ákvarðana stjórnenda og stjórnar WOW air.

Lúta kröfurnar að málum sem öll tengjast með einum eða öðrum hætti stórtækum björgunartilraunum sem ráðist var í haustið 2018 og á fyrstu mánuðum ársins 2019 í veikburða tilraun til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Kröfur aðilanna þriggja nema mörgum milljörðum króna en misjafnt er milli málanna hvort greiðslu bóta er krafist úr hendi stjórnar félagsins, stjórnenda þess eða aðeins forstjórans og eigandans, Skúla Mogensen.

Víðfeðmasta krafan er, samkvæmt upplýsingum sem ViðskiptaMogginn hefur undir höndum, komin frá slitabúi félagsins. Tengist krafan meðferð fjármuna félagsins, m.a. í tengslum við íbúðakaup í London, fyrrnefnt skuldabréfaútboð og millifærslur fjármuna milli WOW air og Títans Fjárfestingarfélags, sem var móðurfélag flugfélagsins og einnig í 100% eigu Skúla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK