Sækja á 2,8 milljarða tryggingu

mbl.is/​Hari

Slita­bú hins fallna WOW Air, þátt­tak­end­ur í skulda­bréfa­út­boði fé­lags­ins sem efnt var til í sept­em­ber 2018 og flug­véla­leigu­fyr­ir­tækið Air Lea­se Corporati­on, freista þess að fá meint tjón sitt bætt sem þess­ir aðilar telja sig hafa orðið fyr­ir vegna ákv­arðana stjórn­enda og stjórn­ar WOW air.

Lúta kröf­urn­ar að mál­um sem öll tengj­ast með ein­um eða öðrum hætti stór­tæk­um björg­un­ar­tilraun­um sem ráðist var í haustið 2018 og á fyrstu mánuðum árs­ins 2019 í veik­b­urða til­raun til þess að forða fé­lag­inu frá gjaldþroti. Kröf­ur aðil­anna þriggja nema mörg­um millj­örðum króna en mis­jafnt er milli mál­anna hvort greiðslu bóta er kraf­ist úr hendi stjórn­ar fé­lags­ins, stjórn­enda þess eða aðeins for­stjór­ans og eig­and­ans, Skúla Mo­gensen.

Víðfeðmasta kraf­an er, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem ViðskiptaMogg­inn hef­ur und­ir hönd­um, kom­in frá slita­búi fé­lags­ins. Teng­ist kraf­an meðferð fjár­muna fé­lags­ins, m.a. í tengsl­um við íbúðakaup í London, fyrr­nefnt skulda­bréfa­út­boð og milli­færsl­ur fjár­muna milli WOW air og Tít­ans Fjár­fest­ing­ar­fé­lags, sem var móður­fé­lag flug­fé­lags­ins og einnig í 100% eigu Skúla, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka