Herdís Fjeldsted tekur tímabundið við Valitor

Herdís Dröfn Fjeldsted tekur tímabundið við sem forstjóri Valitor.
Herdís Dröfn Fjeldsted tekur tímabundið við sem forstjóri Valitor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og formaður stjórnar Valitor, mun taka tímabundið við starfi forstjóra Valitor eftir að Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að hann láti af störfum eftir áratug við stjórnvölinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Herdís mun gegna starfinu þar til stjórn Valitor hefur ráðið forstjóra til frambúðar. Í tilkynningunni segir að á því tímabili sem Herdís gegnir starfi forstjóra Valitor mun hún ekki taka þátt í störfum stjórnar Arion banka.

 Þór Hauksson, varaformaður stjórnar Valitor,  mun taka sæti hennar sem stjórnarformaður félagsins á meðan Herdís sinnir starfi forstjóra.

Viðar var ráðinn til Valitor sumarið 2010, en hann var áður forstjóri fasteignafélagsins Reita. 

Talsverðir erfiðleikar hafa verið á rekstri Valitor undanfarið, en í byrjun árs var 60 starfsmönnum sagt upp hjá fyrirtækinu. Þá þurfti félagið að færa niður óefnislegar eignir um 4 milljarða í janúar og kom það til viðbótar við tap og sölukostnað upp á 1,7 milljarða á síðasta ársfjórðungi síðasta árs.

Viðar Þorkelsson, fráfarandi forstjóri Valitor.
Viðar Þorkelsson, fráfarandi forstjóri Valitor. Mynd/Valitor
Efnisorð: Valitor
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK