Arion banki lækkar vexti á íbúðalánum og bílalánum auk þess sem kjörvextir bankans verða lækkaðir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en í henni segir að áform stjórnvalda um að lækka bankaskatt skapi svigrúm til breytinga á vöxtum, til hagsbóta fyrir viðskiptavini.
„Bankaskattur leggst með beinum hætti á fjármögnun banka og hefur því neikvæð áhrif á þau vaxtakjör sem bankar geta boðið sínum viðskiptavinum. Bankaskattur hér á landi er töluvert hærri en í nágrannalöndum okkar og verður það enn þrátt fyrir fyrirhugaða lækkun,“ segir í tilkynningunni.
Lækkun bankaskattsins geri bankanum kleift að lækka vexti á verðtryggðum og óverðtryggðum íbúðalánum sem og kjörvexti bankans um 0,15% frá og með 1. apríl.
Helstu breytingar eru því eftirfarandi:
Verðtryggð íbúðalán
Óverðtryggð íbúðalán
Bílalán
Kjörvextir