Þegar farið að auglýsa tilboð fyrir 2021

easyJet hefur eins og flest önnur flugfélög þurft að draga …
easyJet hefur eins og flest önnur flugfélög þurft að draga starfsemi sína mikið saman síðustu vikur. AFP

Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið þungt högg fyrir flest flugfélög sem hafa þurft að draga saman starfsemi sína mikið eða jafnvel leggja hana tímabundið niður eins og nokkur flugfélög hafa gert. Líklegt er að flugsamgöngur taki við sér um mitt árið, en hversu mikil eftirspurnin verður fyrst um sinn er ómögulegt að segja til um.

easyJet býður nú upp á tilboð fyrir flug næsta vetur, …
easyJet býður nú upp á tilboð fyrir flug næsta vetur, en lítið er um tilboð fyrir sumarið. Skjáskot/easyJet

Nokkur flugfélög eru byrjuð að horfa lengra fram í tímann varðandi að auglýsa tilboð þegar nokkuð líklegt er að áhrif faraldursins eru gengin yfir. Þannig auglýsti breska lággjaldaflugfélagið easyJet til dæmis tilboð í morgun sem er fyrir næsta vetur og nær frá október á þessu ári til febrúar á næsta ári.

Á heimasíðu félagsins er þó lítið um auglýsingar sem auglýsa sumarferðir í ár, enda enn mikil óvissa um hvenær flug hefst af fullum krafti að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK