Þóra til Félagsbústaða

Þóra Þorgeirsdóttir.
Þóra Þorgeirsdóttir.

Þóra Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs hjá Félagsbústöðum. Þóra starfaði frá 2018 hjá Maskínu rannsóknum sem viðskiptastjóri í vinnustaðagreiningum og mannauðsráðgjöf. Hún hefur kennt vinnusálfræði og þjónandi forystu   við Háskólann á Bifröst, fyrst stundakennslu og síðan sem lektor frá 2019.

Þóra útskrifaðist með doktorsgráðu í stjórnun árið 2017 frá School of Management við Háskólann í Cranfield í Bretlandi.  Þóra lauk mastersgráðu í stefnumiðaðri stjórnun við Háskóla Íslands (HÍ) árið 2012 og BA-gráðu í frönsku með viðskiptafræði sem aukagrein við HÍ árið 2002.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK