Greiðsluerfiðleikar fram undan hjá viðskiptavinum

Fasteignafélagið Reginn.
Fasteignafélagið Reginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljóst er að margir viðskiptavinir Regins hf. verða fyrir verulegum tekjusamdrætti vegna kórónuveirunnar sem mun líklega leiða til greiðsluerfiðleika hjá þeim.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fasteignafélaginu.

Til að geta greint betur möguleg áhrif faraldursins á leigutaka Regins hefur leigutökum verið skipt upp í fjóra flokka miðað við tekjur. Í fyrsta flokknum sem snýr að engum áhrifum á greiðslugetu eru leigutakar í flokknum ríki, sveitarfélög, bankar og skráð félög. Í næsta flokki sem snýr að litlum áhrifum á greiðslugetu eru leigutakar, s.s. iðn- og framleiðslufyrirtæki, ráðgjafar- og þekkingarfyrirtæki, verslun með dagvöru og fjarskipta- og tæknifyrirtæki.

Þriðji flokkurinn snýr að áhrifum á greiðslutöku. Í honum eru leigutakar með starfsemi sem er drifin áfram af innlendri eftirspurn. Þar er stærst almenn verslun, utan dagvöru, ásamt heilsu og snyrtingu, veitingum og afþreyingu. Fjórði flokkurinn snýr að miklum áhrifum á greiðslugetu. Þar er um að ræða leigutaka sem byggja að stærstum hluta veltu sína á ferðamönnum, til dæmis hótel og verslun í miðbæ.

„Vegna eðlis starfsemi gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að samdráttur vari lengst í síðastnefnda flokknum þ.e. starfsemi tengdri ferðaþjónustu (mikil áhrif á greiðslugetu), tímalengd þess samdráttar er þó óljós. Ef lesið er í þá umfjöllun og greiningar sem í gangi eru í okkar samfélagi og nágrannalöndum má gera ráð fyrir að áhrif á þann flokk sem er drifinn áfram af innlendri eftirspurn (flokkurinn „Áhrif á greiðslugetu“) geti varað skemur eða um 3-4 mánuði,“ segir í tilkynningunni.

Reikna með að hluti leigutekna tapist

Einnig kemur fram í tilkynningunni að Reginn vinnur sérstaklega með þeim viðskiptavinum sem verða fyrir mestum og lengstum áhrifum vegna kórónuveirunnar fremur en að veita hópi leigutaka samskonar lausn. Þannig telja stjórnendur að aðgerðirnar verði markvissari og skili betri árangri, bæði fyrir leigutaka og Regin.

„Með því að fresta leigugreiðslum og dreifa yfir síðari tímabil er um frestun á greiðslum að ræða en ekki tekjuskerðingu svo áhrifin munu fyrst og fremst vera á sjóðstreymi. Veittur hefur verið greiðslufrestur á leigu aprílmánaðar til hluta leigutaka þar til síðar á árinu. Reiknað er með að frestun muni einnig ná til maíleigu og í ákveðnum flokkum einnig til a.m.k. júníleigu. Þótt aðgerðirnar sem ráðist hefur verið í miði við frestun leigugreiðslna er það óumflýjanlegt að það mun ekki duga öllum leigutökum. Því má reikna með að hluti leigutekna tapist, ekki er ljóst hvert umfang þess verður,“ segir í tilkynningunni.

Efnisorð: Reginn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK