Langar biðraðir fyrir utan Vínbúðirnar

Biðröðin fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti var þó nokkuð löng …
Biðröðin fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti var þó nokkuð löng í fyrr í dag. Mynd/mbl.is

Biðraðir fyrir utan Vínbúðir voru í lengri kantinum í dag, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Hvort það hafi verið vegna tveggja metra reglunnar eða vegna þess að Íslendingar ætla ekki að láta bjóða sér upp á áfengislausa páska er ekki gott að segja. Það er þó ljóst að margir ætla að skála aðeins um helgina.

„Ég er ekki komin með tölur yfir söluna en ég gæti trúað því að það hafi verið mjög mikið. Ég sá það nú bara sjálf þegar ég keyrði framhjá einni búðinni,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar, í samtali við mbl.is.

Hægt verður að rýna í sölutölur á mánudaginn og kemur þá í ljós hversu þyrstir landsmenn voru yfir helgina.

Vínbúðin í Stekkjarbakka var sömuleiðis vel sótt í dag.
Vínbúðin í Stekkjarbakka var sömuleiðis vel sótt í dag. Mynd/mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK