Mesta framleiðsluminnkun í sögunni

Olíuverð hrundi vegna kórónuveirufaraldursins: Verðið á tunnu af Brent Norðursjávarolíu …
Olíuverð hrundi vegna kórónuveirufaraldursins: Verðið á tunnu af Brent Norðursjávarolíu stóð í tæpum 60 Bandaríkjadölum 19. febrúar en 1. apríl voru dalirnir sem fengust fyrir sömu voru 25. AFP

Olíuríki heims (í OPEC+) komust um helgina að sögulegu samkomulagi um að minnka framleiðslu á jarðeldsneyti um 9,7 milljónir tunna á dag í maí og júní. Þetta er gert í von um meira samræmi í framboði og eftirspurn.

Fyrir kórónuveirufaraldurinn voru framleiddar um 100 milljón tunnur (ein tunna = 159 lítrar) á dag. Nú hefur eftirspurn skroppið saman um 35%, þannig að minnka þarf framboðið svo að heimsmarkaðsverð hrynji ekki um of, og hagkerfi heims með því.

Þetta er þannig efnahagsleg aðgerð sem ætlað er að skapa ró á mörkuðum en ljóst er að 10% minni framleiðsla verður ekki til þess að skapa eðlilegt ástand, eins og New York Times fjallar um. Meira hefði þurft til að sögn blaðsins, en miklir hagsmunir eru í húfi.

Verðlækkunin sem varð í kjölfar faraldursins hefur verið mikið högg fyrir framleiðsluríki jarðefnaeldsneytis. Samkvæmt Spiegel kúrði til dæmis verðið á tunnu af Brent-Norðursjávarolíu í tæpum 60 bandaríkjadölum 19. febrúar en 1. apríl voru dalirnir sem fengust fyrir sömu vöru 25, semsé 60% verðfall þarna á milli.

Síðast komust ríkin í OPEC+ að samkomulagi um framleiðsluminnkun árið 2016. Sú nam 1,2 milljónum tunna á dag, sem gerir þessa minnkun sem nú ræðir um nær tífalda á við þá síðustu. 

Verð á WTI-hráolíu hækkaði um tæp 8% eftir að tilkynnt var um samkomulagið og Brent-Norðursjávarolíu um 5%. Hækkunin gekk hins vegar að mestu til baka fyrir lokun markaða í Asíu.

Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 2,3% í dag og í Seúl nam lækkunin 1,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK