Sögulegt verðhrun bandarískrar hráolíu

Sögulegt verðhrun er að eiga sér stað á bandarískri hráolíu …
Sögulegt verðhrun er að eiga sér stað á bandarískri hráolíu þessa stundina. AFP

Verð á bandarískri hráolíu, West Texas In­ter­media­te, sem afhenda á í næsta mánuði hefur hríðlækkað síðustu klukkustundir. Tunna á hráolíu kostaði aðeins 0,01 dollara um klukkan 18 síðdegis en aðeins nokkrum mínútum síðar er verðið komið í -11,42 dollara og nú á áttunda tímanum er verðið komið niður í -37,45 dollara

Það merkir að framleiðendur þurfa að greiða fyrir að afhenda olíu sem hefur ekki gerst frá því að hráolíuverð var fyrst skráð á NYMEX hrávörumarkaðnum í New York árið 1983. 

Sökum kórónuveirufaraldursins er birgðastaðaolíu víða að fyllast og eftirspurnin lítil sem engin. Stutt er síðan ol­íu­ríki heims (í OPEC+) komust að sögu­legu sam­komu­lagi um að minnka fram­leiðslu á jarðeldsneyti um 9,7 millj­ón­ir tunna á dag í maí og júní. Samkomulagið var gert í von um meira sam­ræmi í fram­boði og eft­ir­spurn.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK