Verðhrun á olíumörkuðum

AFP

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa hækkað það sem af er morgni þrátt fyrir að verð á hráolíu hafi lækkað úr öllu valdi í viðskiptum í Asíu.

Í London hefur FTSE-vísistalan hækkað um 0,1%, DAX hefur hækkað um 0,5% í Frankfurt og CAC um 0,3% í París. Aftur á móti lækkuðu hlutabréfavísitölur lítillega í Madrid, 0,3%, og Mílanó, 0,1%.

Verð á bandarískri hráolíu,  West Texas Intermediate, hefur ekki verið lægra í meira en tvo áratugi og fór niður í 14,5 Bandaríkjadali tunnan á sama tíma og birgðir safnast upp vegna lítillar eftirspurnar. Er þetta lægsta verð á WTI-olíu síðan árið 1999. 

Sérfræðingar segja að samkomulag á milli helstu olíuframleiðenda heims fyrr í mánuðinum hafi haft lítil áhrif á olíuverð vegna þess að milljarðar jarðarbúa komast ekki til vinnu og því eftirspurnin sama og engin. Sérfræðingur á olíumarkaði segir að líkt og í Bandaríkjunum safnist upp birgðir af hráolíu í Mið-Austurlöndum og á meðan flutningskostnaðurinn er hár sé eftirspurnin engin. Hann segist eiga von á því að verðhrunið árið 1998 eigi eftir að endurtaka sig fljótlega en þá fór verð á olíutunnunni í 11 dali. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK