Frakkar undirbúa björgunarpakka fyrir Air France

Gert er ráð fyrir að Air France fái sjö milljarða …
Gert er ráð fyrir að Air France fái sjö milljarða evra. AFP

Stjórnvöld í Frakklandi undirbúa nú björgunarpakka upp á milljarða evra til að hjálpa bílaframleiðandanum Renault og flugfélaginu Air France, í því skyni að styðja þau í gegnum afleiðingar faraldurs kórónuveirunnar.

Þetta sagði fjármálaráðherrann Bruno Le Maire í samtali við sjónvarpsstöina TF1 rétt í þessu. Franska ríkið á hlut í báðum fyrirtækjum.

Gert er ráð fyrir að Air France fái sjö milljarða evra, þar af séu fjórir milljarðar í formi bankalána með ríkisábyrgð og þrír milljarðar í formi beinna lána frá ríkinu.

Fimm milljarðar renni þá til Renault í formi bankalána. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK