Hollendingar aðstoða KLM

KLM fær tvo til fjóra milljarða evra frá ríkisstjórninni.
KLM fær tvo til fjóra milljarða evra frá ríkisstjórninni. AFP

Hollenska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að styðja flugfélagið KLM með hjálparpakka að andvirði tveggja til fjögurra milljarða evra. Þetta sagði fjármálaráðherra Hollands á blaðamannafundi nú í kvöld, aðeins rétt eftir að kollegi hans í París hafði lofað að styðja Air France, franska hluta félagsins Air France–KLM.

„Ég vil tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að útvega tvo til fjóra milljarða í fjárhagsstuðning við KLM,“ sagði ráðherrann, Wopke Hoekstra á fundi í Haag.

„Við erum núna að vinna út hvernig þessu verður háttað og að ganga frá smáatriðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK