Æfingar síðustu daga ánægjulegar

Eldsneytisverð hefur lækkað hérlendis að undanförnu.
Eldsneytisverð hefur lækkað hérlendis að undanförnu. mbl.is/Golli

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda er ánægður með að eldsneytisverð hérlendis hefur lækkað að undanförnu en olíuverð hefur lækkað mikið úti í heimi.  

Hann vill þó ekki meina að verðstríð sé í uppsiglingu. „Það er ánægjulegt að sjá að síðustu daga hafa verið smá æfingar á milli félaga við að teygja sig niður,“ segir Runólfur Ólafsson og bendir á að lítraverðið á bensíni hér hafi lækkað um í kringum 25 krónur síðan um mánaðamótin febrúar/mars. „Við höfum séð miklu meiri mun annars staðar á mörkuðum en það sem ruglar þetta er hvað gengi krónunnar hefur verið lítið gagnvart Bandaríkjadal og öðrum myntum.“

Í gærmorgun sendi Dælan frá sér tilkynningu að allt eldsneyti á öllum stöðvum hennar væri nú undir 200 krónum á lítrann. Lægsta verðið er 185 krónur og hefur verðið á stöðvunum ekki verið lægra síðan í lok árs 2017.

N1.
N1. Ljósmynd/N1

Töluverð skakkaföll hjá N1

Runólfur segir Dæluna hafa lækkað eldsneytisverðið hressilega, eða um níu krónur á einu bretti. Hann segir að smærri aðilar séu viðkvæmir fyrir því ef viðskiptavinir hverfa frá stöðvunum og veltir einnig fyrir sér hvort það blandist inn í þessa lækkun að N1 sé að verða fyrir töluverðum skakkaföllum vegna veirunnar. Fyrirtækið hafi áður en faraldurinn kom upp notið góðs af auknum ferðamannafjölda með bensínstöðvar nálægt alfaraleið við þjóðveginn.

„Það er ágætt hjá þeim að vekja athygli á því að þeir átti sig á að verð hafi verið að lækka á mörkuðum,“ segir hann um Dæluna.

Engin lækkun hjá Costo lengi

Runólfur segir það vekja athygli að Costco hafi lækkað verðið verulega fyrir mánuði síðan en ekkert hafi gerst síðan þá þrátt fyrir að aðrir hafi verið að lækka. „Þeir eru samt ódýrastir en það vekur spurningar varðandi þeirra módel af hverju þeir hafa ekkert verið að lækka hjá sér.“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Ljósmynd/Aðsend

Spurður út í frekari verðlækkanir á eldsneyti segir hann að til lengri tíma litið virðist ekkert benda til þess að breyting verði á olíuverði næstu vikur og mánuði. „Hjól atvinnulífsins eru ekkert farin að snúast. Birgðageymslur eru fullar og á meðan eftirspurnin er ekki meiri heldur það verðinu niðri.“ Hann nefnir að hér á landi hafi almennt séð vantað upp á markaðurinn væri meira á tánum. Fákeppni virðist ráða för og ekki virðist vera hvati hjá aðilum að sjá virkilegt tækifæri í stöðunni sem er uppi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK