Boeing hættir við samning við Embraer

Starfsmenn að störfum í verksmiðju Boeing í Washington-ríki.
Starfsmenn að störfum í verksmiðju Boeing í Washington-ríki. AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í dag að hann hygðist draga sig úr fyrirhuguðum samningi um kaup á farþegaflugvélahluta brasilíska keppinautsins Embraer.

Samningurinn hafði verið metinn á 4,2 milljarða bandaríkjadala. Fyrirtækin höfðu haft í hyggju að mynda sameiginlegt félag þar sem Boeing myndi fara með 80% eignarhlut.

Boeing segir í tilkynningunni í dag að Embraer hafi ekki uppfyllt nauðsynleg skilyrði samningsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK