Boltinn er hjá Icelandair

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnvöld hafa hvorki lofað Icelandair neinni sérstakri ríkisaðstoð né sett fram nein skilyrði vegna mögulegrar aðstoðar, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að útiloka ríkisaðstoð ef flugfélaginu tekst ekki að safna nýju hlutafé.

„Við erum auðvitað að fylgjast með vegna þess að auðvitað er þetta mikilvægt fyrirtæki sem við höfum metið sem svo. Boltinn er í höndum stjórnar félagsins, lánveitenda og allra sem þar að koma.“

Félagið vinnur fyrir opnum tjöldum

Spurður hvað þurfi að koma til svo ríkið aðstoði Icelandair segir Sigurður Ingi:

„Við höfum fyrst og fremst fylgst með fyrirtækinu. Það er á markaði og vinnur fyrir opnum tjöldum með allt sem það er að gera.“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði í samtali við mbl.is í gær að fé­lagið vinni nú að „markaðslausn í sam­ráði við stjórn­völd.“ Markaðslausnin felur í sér að „í fram­haldi af því að efna­hags­reikn­ing­ur fé­lags­ins sé styrkt­ur með nýju hluta­fé frá fjár­fest­um, komi ríkið hugs­an­lega með láns­fjár­magn að borðinu.“

Spurður hvort útilokað sé að Icelandair fái ríkisaðstoð ef flugfélaginu tekst ekki að safna nýju hlutafé segir Sigurður Ingi: „Við höfum ekki sett það niður fyrir okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK