Airbus blæðir peningum

AFP

Forstjóri Airbus, Guillaume Faury, hefur varað starfsfólk flugvélaframleiðandans við áhrifum kórónuveirufaraldursins á stöðu og starfsemi þess. Segir hann í bréfi til starfsmanna að fyrirtækið blæði peningum hraðar en dæmi séu til um. Fyrr í apríl var tilkynnt um að dregið yrði úr framleiðslu sem nemur þriðjungi enda fátt sem virðist geta komið í veg fyrir samdrátt í flugrekstri á næstunni vegna COVID-19.

Faury hefur beðið starfsfólk Airbus um að búa sig undir umtalsverðar uppsagnir og óvíst yrði hvort Airbus myndi lifa af ef ekki verði gripið strax til aðgerða. Alls starfa 135 þúsund hjá Airbus.

Afkoma Airbus á fyrsta ársfjórðungi verður kynnt í vikunni. Horfur félagsins hafa farið úr mjög jákvæðum í mjög neikvæðar enda engin spurn eftir flugvélum á þessari stundu. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK