Þýska flugfélagið Condor mun fá 550 milljónir evra, sem svarar til rúmlega 87 milljarða króna, að láni frá þýska ríkinu og Hesse til að halda félaginu á floti á meðan heimsfarsóttin geisar.
Um er að ræða 294 milljóna evra kórónuveirulán og 256 milljónir evra sem verða nýttar til að endurfjármagna fyrra brúarlán frá stjórnvöldum.
Pólska flugfélagið LOT hætti fyrr í mánuðinum við að kaupa Condor en flugfélagið var áður dótturfélag Thomas Cook.