Stefnir í greiðslustöðvun hjá Lufthansa

Flugvélar frá Lufthansa.
Flugvélar frá Lufthansa. AFP

Þýska flugfélagið Lufthansa íhugar að óska eftir greiðslustöðvun vegna stöðunnar sem er uppi vegna kórónuveirunnar.

Samningaviðræður um ríkisaðstoð hafa staðið yfir en deilt hefur verið um skilmálana sem eiga að fylgja henni, að sögn stéttarfélags starfsmanna, UFO.

Lufthansa sagðist í síðustu viku ekki geta tryggt sér aukið fjármagn á mörkuðum og gæti setið upp með tíu þúsund fleiri starfsmenn en það þyrfti á að halda, samkvæmt frétt The Financial Times.

Vonast er til að greiðslustöðvun veiti flugfélaginu aukinn tíma til að ná áttum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK