Stefnir í „sársaukafullar uppsagnir“ hjá Kynnisferðum

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að það stefni í sársaukafullar …
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að það stefni í sársaukafullar uppsagnir hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir, þær gagnast ferðaþjónustufyrirtækjum mjög vel sem eiga flest ekki efni á því að greiða fólki uppsagnarfrest,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um þriðja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins sem kynntur var í hádeginu. 

Tekjusamdrátturinn hjá Kynnisferðum nemur 98% og því mun fyrirtækið geta nýtt sér úrræði sem kynnt var á fundinum sem felur í sér að fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyr­ir að lág­marki 75% tekju­falli og sjá fram á áfram­hald­andi tekju­fall að minnsta kosti út þetta ár geta sótt um stuðning úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostnaðar á upp­sagn­ar­fresti.

„Það er þegar komið í ferli. Við erum að fara, því miður, í sársaukafullar uppsagnir núna um mánaðamótin,“ segir Björn. 

Myndin að verða dekkri og dekkri

„Myndin hefur smám saman orðið dekkri og dekkri,“ bætir Björn við og þykir honum stjórnvöld loks vera að koma til móts við ferðaþjónustufyrirtæki með þeim aðgerðum sem kynntar voru í dag. 

Um 350 manns starfa hjá Kynnisferðum og þar af eru á bilinu 200-250 í beinum ferðaþjónustustörfum og munu uppsagnirnar ná til þess hóps að sögn Björns sem getur þó ekki sagt til um hversu umfangsmiklar uppsagnirnar verða en að þær verði líklega í tveimur skrefum næstu tvenn mánaðamót. 

Hjá Kynnisferðum hafa alls 85 af 90 bílum sem notaðir eru vegna ferðaþjónustunnar verið teknir af númerum og standa margir þeirra við höfuðstöðvar fyrirtækisins við Klettagarða í Reykjavík. Með þessu geta fyrirtæki sparað sér bifreiðagjöld og iðgjöld trygginga sem eru talsverðar upphæðir.

„Auðvitað vonumst við öll til þess að ferðaþjónustan lifni aftur …
„Auðvitað vonumst við öll til þess að ferðaþjónustan lifni aftur við og verði aftur sterk og öflug,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. mbl.is/Rax

Ísland í lykilstöðu til framtíðar

Björn horfir engu að síður björtum augum til framtíðar. „Auðvitað vonumst við öll til þess að ferðaþjónustan lifni aftur við og verði aftur sterk og öflug. Ég er sammála því sem hefur komið fram hjá mörgum að ég tel að Ísland verði í lykilstöðu. Við erum stórt land og dreifbýlt og ferðahegðun ferðmanna er mikið á eigin vegum þannig það er ekki að fara að eiga sér stað mikið samneyti við annað fólk. Ég held að við getum komist vel út úr þessari krísu eins og öðrum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK