Engar uppsagnir en staðan grafalvarleg

Ferðamenn í Bláa lóninu.
Ferðamenn í Bláa lóninu. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki verður ráðist í frekari uppsagnir í Bláa lóninu fyrir þessi mánaðamót. Staðan er engu að síður grafalvarleg enda er mikil óvissa ríkjandi varðandi framhaldið í ferðamannaiðnaðinum.

Þetta kemur fram í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og þróunarsviðs Bláa lónsins, við fyrirspurn mbl.is. Um síðustu mánaðamót var 164 starfsmönnum sagt þar upp. 

„Bláa lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir Helga.

„Sársaukafullar aðgerðir“

Bláa lónið hefur verið lokað síðan í lok mars og verður það áfram lokað í það minnsta út maí. Ekki er vitað hvenær það getur opnað á nýjan leik. Áfram verður fylgst vel með og reynt að rýna í stöðuna daglega varðandi mál er snúa að rekstri lónsins og framtíð þess.

„Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí, m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ greinir Helga frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK