Ryanair boðar viðamiklar uppsagnir

Forstjóri Ryanair hefur tekið á sig 50% launalækkun.
Forstjóri Ryanair hefur tekið á sig 50% launalækkun. AFP

Írska flugfélagið Ryanair tilkynnti í dag að það myndi segja upp allt að þrjú þúsund flugmönnum og flugfreyjum vegna stöðunnar í flugheiminum á tímum kórónuveirunnar.

Í tilkynningu frá Ryanair kemur fram að að nánast allt flug félagsins muni liggja niðri þangað til í júlí hið minnsta og að það megi búast við því að það verði ekki fyrr en sumarið 2022 sem markaðurinn verði búinn að ná sér eftir faraldurinn.

Þeir starfsmenn sem eftir verða hjá flugfélaginu þurfa að öllum líkindum að taka á sig 20% launalækkun. Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, hefur samþykkt að 50% launalækkun sem hann tók á sig í apríl og maí verði framlengt til loka fjárhagsársins, það er 31. mars 2021.

Áætlanir Ryanair gera ráð fyrir því að tap félagsins nemi 100 milljónum evra á fyrstu þremur mánuðum rekstrarársins (apríl - júní) og verði enn meira á næsta ársfjórðungi (júlí - september).

Stjórnendur flugfélagsins telja að það verði erfitt að hefja áætlunarflug að nýju á sama hátt og áður vegna þess að samkeppnin verði við stóru flugfélögin sem muni selja ferðir undir kostnaðarverði á sama tíma og þau fá yfir 30 milljarða evra ríkisaðstoð. Aðstoð sem brjóti gegn reglum Evrópusambandsins, bæði samkeppnislögum þeirra og lögum um ríkisaðstoð).

Á sama tíma hefur umferð um Heathrow flugvöllinn í London nánast lagst af. Flugvöllurinn er vanalega sá fjölfarnasti í Evrópu en í apríl dróst umferð farþega um völlinn um 97%. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK