Flugmenn hjá þýska flugfélaginu, Lufthansa, hafa boðist til þess að gefa eftir 45% af launum sínum næstu tvö árin. Það gera þeir gegn því að fá að halda vinnunni hjá fyrirtækinu. Auk þessa munu aðrir starfsmenn fyrirtækisins þurfa að taka á sig „sársaukafulla skerðingu“ til að hægt verði að bjarga fyrirtækinu.
Með þessu vilja flugmenn leggja sitt af mörkum til að koma flugfélaginu í gegnum erfiða tíma, en ráðgera má að næstu ár verði flugfélögum um allan heim afar erfið. Sökum þessa hefur stjórn félagsins og verkalýðsfélög átt allmarga fundi undanfarnar vikur til að reyna að finna farsæla lausn.
Hefur stjórnin líst yfir vilja til að halda starfsfólkinu, en til að það sé hægt verður kostnaður að lækka allverulega. Líkt og áður hefur komið fram rær stjórn Lufthansa nú lífróður til að reyna að forða félaginu frá greiðslustöðvun.