Samþykktu björgunarpakka fyrir Norwegian Air

Hluthafar Norwegian Air samþykktu í morgun að umbreyta skuldum að …
Hluthafar Norwegian Air samþykktu í morgun að umbreyta skuldum að andvirði 10 milljörðum norskra króna í hlutafé og bjarga þannig rekstri norska flugfélagsins. AFP

Hluthafar Norwegian Air samþykktu í morgun að umbreyta skuldum að andvirði 10 milljörðum norskra króna í hlutafé og bjarga þannig lausafjárstöðu og rekstri norska flugfélagsins.

90% hluthafa samþykktu aðgerðirnar en tvo þriðju hluta hluthafa þurfti til að samþykkja björgunarpakkann. 

Norweg­i­an hef­ur vaxið hratt und­an­far­in ár og er nú þriðja stærsta lággjalda­flug­fé­lag Evr­ópu á eft­ir ea­syJet og Ry­ana­ir, auk þess að vera stærsta er­lenda flug­fé­lagið sem flýg­ur til New York og annarra stór­borga Banda­ríkj­anna.

Aðalfundur Norwegian fer fram í dag og er næsta skref í björgun félagsins að tryggja samþykki leigusala og hluthafa fyrir umbreytingu skuldanna í hlutafé. 

Frétt Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK