Sannfærður um mikil tækifæri

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kórónuveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair frá því í byrjun marsmánaðar. Þetta er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér ásamt uppgjöri fyrsta fjórðungs ársins.

Tap félagsins nam 30,9 millj­örðum króna á því tímabili.

„Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði verulega á milli ára þar sem áherslan á að bæta afkomu leiðakerfisins hélt áfram að skila sér eins og mánuðina á undan. Hins vegar var afkoma félagsins töluvert undir væntingum í marsmánuði en kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins frá því í byrjun mars,“ segir Bogi.

„Við höfum þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við þeirri óvissu sem við stöndum frammi fyrir og undirbúa félagið undir takmarkaða starfsemi um óákveðinn tíma. Á sama tíma vinnum við að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma með fjárhagslegri endurskipulagningu og fyrirhuguðu hlutafjárútboði.“

„Ætlum að vera í sterkri stöðu“

Bogi segist sannfærður um að mikil tækifæri verði fyrir Ísland sem ferðamannaland og sem öflug tengimiðstöð alþjóðaflugs á milli Evrópu og Norður Ameríku þegar óvissunni ljúki.

„Við ætlum að vera í sterkri stöðu, nýta okkur sveigjanleika leiðakerfis Icelandair sem við höfum byggt upp í áratugi og sækja fram af krafti þegar sá tími kemur. Það mun skipta sköpum fyrir endurreisn íslenskrar ferðaþjónustu og þar með hagkerfisins í heild.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK