Tap Icelandair Group nam 30,9 milljörðum

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tap Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi nam 30,9 milljörðum króna. Eigið fé nam 27,2 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var 18% að undanskildu Icelandair Hotels.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group vegna uppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðungs

Í lok mars nam lausafjárstaða félagsins 40 milljörðum króna.

COVID-19-faraldurinn og yfirgripsmiklar ferðatakmarkanir höfðu veruleg áhrif á tekjur og afkomu í mars. Áhersla verður á næstunni lögð á aðgerðir vegna áhrifa COVID-19 til að styrkja fjárhag og lausafjárstöðu félagsins og tryggja arðbæran rekstur til framtíðar, að því er segir í tilkynningunni.

EBIT hélt áfram að batna milli ára og nam 2,8 milljörðum króna í janúar og febrúar.

Einskiptiskostnaður vegna áhrifa kórónaveirunnar í fjórðungnum nam 23,3 milljörðum króna. EBIT var neikvætt um 26,8 milljarða króna  í fjórðungnum og lækkaði það um 19,1 milljarð króna.

Í lok síðasta árs nam lausafjárstaða Icelandair 37,1 milljarði og hefur hún því aukist um 2,9 milljarða króna síðan þá í krónum talið. Það má þó rekja til gengisfalls krónunnar, en lausafjárstaðan hefur í bandaríkjadölum talið farið úr 235 milljónum dala í 213 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK