Nesnúpur lætur enn til sín taka

Unnar Steinn Hjaltason er stærsti eigandi Nesnúps og VHE.
Unnar Steinn Hjaltason er stærsti eigandi Nesnúps og VHE. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagið Nesnúpur hf., systurfélag VHE sem fór í greiðslustöðvun í aprílmánuði, lætur enn til sín taka á byggingarmarkaði. Þannig reyndist félagið lægstbjóðandi í uppsteypu viðbyggingar Grunnskóla Húnaþings vestra sem til stendur að reisa. Áætlaður framkvæmdakostnaður við verkið var rúmar 170 milljónir og af fjórum tilboðum sem bárust var aðeins eitt félag undir kostnaðaráætlun, þ.e. Nesnúpur. Bauð fyrirtækið 148,8 milljónir í verkið eða 87,2% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta boðið kom frá Alefli ehf. sem bauð 177,8 milljónir eða 104,2% af kostnaðaráætlun.

Í eigu systkina

Nesnúpur ehf. er að stærstum hluta í eigu Unnars Steins Hjaltasonar en aðrir eigendur eru systkini hans Einar Þór og Hanna Rún. Þau eru einnig eigendur VHE sem átt hefur í miklum rekstrarerfiðleikum hin síðari ár. Komst félagið m.a. í fréttirnar nýverið vegna viðskipta þess við fasteignaþróunarsjóðinn Upphaf sem settur var á stofn af fjármálafyrirtækinu Gamma. Hefur tilteknum þáttum í þeim viðskiptum verið vísað til héraðssaksóknara, einkum þeim er lúta að greiðslum frá VHE til eins af forsvarsmönnum Upphafs.

Nesnúpur var stofnaður árið 2009. Samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins var eigið fé félagsins 305 milljónir króna en eignir þess 3.366 milljónir.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK