WOW air virðist þessa dagana horfa til Rússlands og Austur-Evrópu, en í dag tilkynnti Michele Roosevelt Edwards, eigandi félagsins, að félagið hefði ráðið til sín Dmitry Kaparulin til að vera yfir starfsemi félagsins í Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna (e.CIS).
Fram kemur í tilkynningu frá henni á LinkedIn að Dmitry hafi meira en 22 ára reynslu úr fluggeiranum og hafi verið í stjórnunarstöðum hjá Alitalia, SAS, IATA, Air Astana og nú síðast hjá AirBridgeCargo.
Segist hún að lokum hlakka til aðleyfa gestum frá Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna að upplifa heim WOW.