WOW horfir til Rússlands

Michele Roosevelt Edwards, eigandi WOW air.
Michele Roosevelt Edwards, eigandi WOW air. mbl.is/Kristinn Magnússon

WOW air virðist þessa dagana horfa til Rússlands og Austur-Evrópu, en í dag tilkynnti Michele Roosevelt Edwards, eigandi félagsins, að félagið hefði ráðið til sín Dmitry Kaparulin til að vera yfir starfsemi félagsins í Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna (e.CIS).

Fram kemur í tilkynningu frá henni á LinkedIn að Dmitry hafi meira en 22 ára reynslu úr fluggeiranum og hafi verið í stjórnunarstöðum hjá Alitalia, SAS, IATA, Air Astana og nú síðast hjá AirBridgeCargo.

Segist hún að lokum hlakka til aðleyfa gestum frá Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna að upplifa heim WOW.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK