Samningar liggi fyrir 22. maí

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir hluthafafund Icelandair sem boðað hefur verið til 22. maí þarft margt að liggja fyrir, meðal annars langtímasamningar við flugstéttir samþykktir af félagsmönnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna í kvöld.

Bogi birti bréfið á innri vef Icelandair en greint var frá efni þess á vef Rúv.

Bogi segir að Icelandair verði að komast í gegnum núverandi stöðu og klára fjármögnum félagsins.

Hann segir unnið dag og nótt að því að bjarga fyrirtækinu og að ein helsta fyrirstaðan séu laun starfsfólks og að það verði að semja við flugstéttir til nokkurra ára. Sýna þurfi fram á að einingakostnaður vegna launa sé ekki hærri en hjá þeim flugfélögum sem Icelandair ber sig saman við.

Viðræður við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslands eru í gangi og segir bogi að þær viðræður mættu ganga betur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka