Skoða flug með viðkomu á Íslandi

Þota frá Wizz Air í flugtaki.
Þota frá Wizz Air í flugtaki. AFP

Fulltrúar ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air hafa undanfarið skoðað möguleika á flugi til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi. Félagið hefur nýverið hafið flug milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Tilgangurinn var að sækja strandaða farþega í Bandaríkjunum, eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út, en vélarnar millilentu í Keflavík til að taka eldsneyti. Hafa fulltrúar félagsins gefið til kynna að ferðirnar eigi eftir að verða fleiri. Upphaflega stóð til að annað flugfélag færi þessi flugferðir en sú áætlun breyttist.

Þekkja vel til Íslands

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa fulltrúar ungverskra stjórnvalda vakið athygli á þessum ferðum í samtölum við Íslendinga.

Fulltrúar Wizz Air þekkja íslensku flugfélögin vel. Viðræður stóðu yfir milli eigenda félagsins og WOW air en þeim var slitið snemma árs 2019. WOW air fór svo í þrot 28. mars sama ár. Nú, rúmu ári síðar, eru fulltrúar Icelandair að endurskipuleggja félagið. Sama má segja um flugfélagið Norwegian. Norwegian flýgur beint yfir hafið en Wizz Air skoðar að millilenda á Íslandi eða annars staðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK