„Við erum ekki í einhverjum bissness“

Bjarni benti á að ríkið hafi áður komið félaginu til …
Bjarni benti á að ríkið hafi áður komið félaginu til bjargar. „Félagið hefur áður fengið aðstoð. Sumt hefur endurheimst annað ekki.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er alls ekki rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um Icelandair í Víglínunni í dag. Hann sagði að ríkið kæmi Icelandair einungis til hjálpar í algjörri neyð og sagðist ekki sjá hvers vegna ríkið ætti að hjálpa til við rekstur sem markaðurinn hefði ekki hug á að fjármagna. 

„Ef ríkið myndi stíga inn myndum við leita allra leiða til að gera fyrirtækið samkeppnishæft,“ sagði Bjarni og benti á að ríkið myndi ekki fjárfesta í fyrirtæki sem væri ekki alþjóðlega samkeppnishæft. Ef ríkið stígur inn mun það reyna að stíga út að nýju sem allra fyrst. „Við erum ekki í einhverjum bissness.“

Ríkið hefur áður stigið inn og eitthvað hefur endurheimst

Bjarni sagði ekki vænlegt að ríkið stigi alltaf inn til þess að bjarga öllu en þjóðarbúið hefði vissulega bæði beinna og óbeinna hagsmuna að gæta í þessum efnum, sérstaklega vegna þess viðskiptamódels sem Icelandair hefur byggt upp. „Það er ofboðslega mikið undir,“ sagði Bjarni. 

Hann benti á að ríkið hafi áður komið félaginu til bjargar. „Félagið hefur áður fengið aðstoð. Sumt hefur endurheimst, annað ekki.“

Ríkissjóður rekinn á lánum í ár og á næsta ári

Bjarni ræddi einnig útgjöld ríkissjóðs og sagði að mjög lítið svigrúm yrði fyrir ný opinber útgjöld á næstunni enda ríkissjóður nú rekinn á lánum og verði það að öllum líkindum einnig á næsta ári. „Við getum ekki endalaust rekið okkur á lántökum,“ sagði Bjarni og bætti því við að aukin krafa yrði um skilvirkni innan opinbera geirans. 

Spurður hvort niðurskurður væri fyrirhugaður, jafnvel innan velferðarkerfisins, sagði Bjarni að það yrði líklega aldrei sátt um slíkt en stjórnvöld gætu þurft að færa fórnir fyrir velferðarkerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK