Meðallaun flugstjóra 2,1 milljón

Hart er nú deilt um starfskjör flugstétta hjá Icelandair Group. …
Hart er nú deilt um starfskjör flugstétta hjá Icelandair Group. Félagið stefnir í þrot að öllu óbreyttu en stefnt er að því að safna allt að 30 milljörðum í formi nýs hlutafjár á komandi vikum til að bæta stöðuna. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Meðallaun flugstjóra hjá Icelandair Group námu 2,1 milljón króna á mánuði á árinu 2019. Þetta kemur fram í svari félagsins við fyrirspurn mbl.is. Auk þess námu dagpeningar að meðaltali rúmum 140 þúsund krónum á mánuði.

Samkvæmt sömu tölum námu meðallaun flugmanna hjá félaginu 1,1 milljón króna í fyrra fyrir fullt starf.

Flugvélar Icelandair standa flestar á flugvellinum í Keflavík og engin …
Flugvélar Icelandair standa flestar á flugvellinum í Keflavík og engin not eru fyrir þær um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðallaun flugfreyja fyrir fullt starf námu 520 þúsund krónum í fyrra og yfirflugfreyjur voru að meðaltali með 740 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf.

Samkvæmt svari Icelandair Group voru dagpeningar stéttanna að meðaltali 140-145 þúsund krónur á mánuði. Greiðslurnar eru hugsaðar til þess að mæta kostnaði vegna fjarveru frá heimili en þær eru skattfrjálsar.

Mbl.is hefur óskað upplýsinga frá Icelandair Group um hversu margar vinnustundir liggi að baki launatölunum sem fyrirtækið hefur gefið upp. Fyrirtækið hefur ekki viljað verða við þeirri beiðni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK