IKEA nálgast „venjuleikann“

IKEA í Kauptúni.
IKEA í Kauptúni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsemi í verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ er smátt og smátt að komast í eðlilegar skorður eftir að versluninni var lokað í sex vikur vegna kórónaveirunnar. Verslunin opnaði að nýju 4. maí og í dag var kaffihúsið opnað.

Veitingastaður verslunarinnar verður opnaður með takmörkunum 25. maí, samkvæmt tilkynningu. Allt starfsfólk fyrirtækisins hefur verið í fullu starfshlutfalli frá byrjun maí. Ekki hefur þurft að koma til uppsagna.

Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA.
Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA. mbl.is/​Hari

Fylgja öllum leiðbeiningum

„Við gleðjumst öll yfir því að við erum smátt og smátt að nálgast hinn svokallaða venjuleika, í raun miklu fyrr en við þorðum að vona. Við munum samt sem áður leggja mikla áherslu á að fylgja öllum leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda til þess að gæta öryggis starfsfólks og viðskiptavina. Og við biðjum viðskiptavini okkar um að taka þátt í því með okkur, eins og þeir hafa gert hingað til, og sýna því skilning,“ segir Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA, í tilkynningunni.

Verslun IKEA rúmar nokkur hundruð manns þegar búið er að skipta henni niður í svæði. Talið er inn og út og vandlega fylgst með að of margir safnist ekki saman á sama svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK