Starfslokin kosta Haga 314 milljónir

Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, og Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, hafa …
Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, og Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, hafa sagt upp störf­um. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfslok Guðmundar Marteinssonar, fráfarandi forstjóra Bónuss, og Finns Árnasonar, fráfarandi forstjóra Haga, kosta Haga 314 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri félagsins fyrir tímabilið mars 2019 til febrúar 2020.

Finn­ur hafði starfað sem for­stjóri Haga frá 2005 og Guðmund­ur hef­ur starfað hjá Bón­us í um þrjá ára­tugi. Guðmundur var með þriggja ára uppsagnarfrest en Finnur eitt ár. 

Laun og hlunn­indi Finns á síðasta rekstr­ar­ári voru 72,7 millj­ón­ir, eða um 6 millj­ón­ir á mánuði. 

Enn fremur kemur fram í ársuppgjörinu að kórónuveirufaraldurinn hafi sett mark sitt á félagið og dótturfélög þess. Áhrifin á rekstur fyrsta ársfjórðungs séu töluverð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK