Framlegð Haga sögulega lág

Frávik í rekstrarafkomu Haga væru að stærstum hluta vegna Olís.
Frávik í rekstrarafkomu Haga væru að stærstum hluta vegna Olís. mbl.is/Golli

Framlegð Haga á rekstrarárinu 2019/2020 var sú minnsta frá árinu 2008. Lækkaði hún í 22,2% eftir að hafa verið 23,8% árið áður og á bilinu 23,5%-24,8% frá rekstarárinu 2008/2009. Eigið fé félagsins var um 24,5 milljarðar í lok febrúar.

Þetta kemur fram í ársuppgjöri Haga, sem fráfarandi forstjórinn Finnur Árnason kynnti á fjarfundi í morgun. Sagði hann framlegðina sögulega lága. Helstu áhrifaþættir á fyrsta ársfjórðungi þessa árs væru faraldur kórónuveirunnar, verðfall á olíumörkuðum, gengisfall krónunnar, kostnaðarverðshækkanir birgja og einskiptiskostnaður vegna skiptingar um framkvæmdastjórn.

Tók hann fram að mikil samkeppni hefði verið á dagvöru- og olíumarkaði. Framlegðin hefði verið undir væntingum, en viðskiptavinir hefðu notið betri kjara í formi lægri álagningar eftir að kostnaður fyrirtækisins jókst.

Faraldur og heimsmarkaðsverð með slæm áhrif

Finnur sagði framlegð Olís-hluta félagsins hafa dregist saman og að fyrir því væru tvær skýringar. Annars vegar hefði kórónuveirufaraldurinn haft þau áhrif að umferð minnkaði og þar með eldsneytisnotkun, en hins vegar hafi verðfall olíu á heimsmarkaði bitnað á framlegðinni.

Frávik í rekstrarafkomu Haga væru að stærstum hluta vegna Olís.

Samlegðarmarkmiðum félagsins, með kaupum á Olís, hefði þó verið náð, meðal annars með flutningi skrifstofa og samnýtingu vöruhúss.

Frekari innleiðing sjálfsafgreiðslu fram undan

Finnur sagði innleiðingu sjálfsafgreiðslulausna hafa gengið vonum framar. Innleiðingunni væri lokið í 14 verslunum Bónuss og sjö verslunum Hagkaupa, eða samtals í 21 verslun. Innleiðing er fyrirhuguð í sjö verslanir Bónuss til viðbótar og eina verslun Hagkaupa.

Notkunarhlutfall sjálfsafgreiðslu væri þá um 35%-60%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK