Nýtt vöruhús Haga við Korngarða

Framkvæmdir standa nú yfir við vöruhúsið.
Framkvæmdir standa nú yfir við vöruhúsið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hagar stefna á að taka nýtt vöruhús í notkun í nóvember á þessu ári. Húsið mun standa við Korngarða í Sundahöfn og er ætlað að geyma kæli- og frystivörur félagsins, en það verður sambyggt vöruhúsi Banana, dótturfélags Haga, sem er á næstu lóð.

Að því er fram kemur í ársuppgjöri Haga verður húsið 4.440 fermetrar að stærð og á að spara félaginu leigugreiðslur um um það bil 50 milljónir króna á ári, frá og með næsta rekstrarári.

Í uppgjörinu er einnig bent á að starfsemi vöruhúsa félagsins hafi verið einfölduð. Aðföng hafi tekið yfir vöruhúsastarfsemi Olís og auk þess rekstur Hýsingar og Ferskra kjötvara.

Vöruhús Banana mun stækka umtalsvert.
Vöruhús Banana mun stækka umtalsvert. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK