Erna Gísladóttir, formaður stjórnar Haga, er ekki meðal þeirra sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í félaginu. Þrír hafa dregið framboð sitt til baka en þrír stjórnarmenn gefa kost á sér til endurkjörs. Stefán Árni Auðólfsson er heldur ekki í framboði til stjórnar Haga en aðrir stjórnarmenn, Eiríkur S. Jóhannsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir sækjast eftir endurkjöri.
Aðalfundur Haga verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2020. Alls bárust tilnefningarnefnd níu framboð til stjórnar og þá hefur eitt framboð borist félaginu eftir að frestur til að skila framboði til umfjöllunar hjá tilnefningarnefndar rann út þann 30. apríl. Þá hafa þrír dregið framboð sitt til baka.
Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins.
Albert Jónsson, sjálfstætt starfandi viðskiptafræðingur
Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor
Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Slippsins Akureyri ehf.
Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður hjá LMB Mandat slf.
Jensína Kristín Böðvarsdóttir, ráðgjafi hjá Valcon consulting
Katrín Olga Jóhannesdóttir, eigandi Kría konsulting ehf.
Rósalind Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Guðmundar ehf.
Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum. Tilnefningarnefnd hefur nú lokið störfum og farið yfir þau framboð sem bárust innan tiltekins frests og leggur hún til að Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Eva Bryndís Helgadóttir, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir verði kosin í stjórn félagsins.
Sjá skýrslu tilnefndinganefndar hér