Hildur María Jósteinsdóttir hefur tekið við störfum sem útibússtjóri í útibúi Landsbankans í Mjódd í Breiðholti.
Hildur María hóf störf hjá Landsbankanum árið 2006, fyrst sem gjaldkeri og síðar þjónustufulltrúi og sérfræðingur í einstaklingsviðskiptum. Hún hefur verið staðgengill útibússtjóra Landsbankans í Borgartúni frá 2014. Hildur María hefur hlotið vottun sem fjármálaráðgjafi, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.