Domino‘s tekur samkeppninni fagnandi

„Domino‘s er rótgróið fyrirtæki á íslenskum skyndibitamarkaði sem vinnur eftir langtímaplani og hefur á sínum 27 árum hér á landi tekið allri samkeppni fagnandi,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s.

Þórarinn Ævarsson, eigandi pítsustaðarins Spaðans sem hefur farið vel af stað, sagði í Morgunblaðinu í dag að samkeppnisaðilinn Domino‘s hafi brugðist við með verðlækkunum.

Anna Fríða segir að fyrirtækið hafi kynnt Tríó í byrjun þessa árs og tilgangur þeirrar herferðar sé að kynna viðskiptavinum fjölmargar pítsur sem sé að finna á matseðli.

„Tríó er hugmynd sem hefur verið lengi í bígerð, þar erum við leiðandi í góðu verði eins og við höfum ætíð verið. Verðið er í samræmi við nettilboðin okkar sem hafa reglulega verið í boði síðustu sjö ár. Við erum og höfum alltaf verið tilboðsdrifin og viðskiptavinir okkar fagna því, við bjóðum ólíkt verð eftir því hvort viðskiptavinurinn sækir eða fær sent heim. Því hefur pítsa á fullu verði á matseðli lítið að segja um raunverð okkar. Það má sjá á herferðum okkar eins og Megaviku, Netdögum og Þriðjudagstilboði,“ segir hún.

„Þess má til gamans geta að verð á Þriðjudagstilboði er 1.000 krónur og hefur haldist óbreytt í 10 ár,“ segir hún. „Fullyrðing um breytt verð á brauðstöngum er einfaldlega röng og hefur verð á meðlæti ekki breyst hjá okkur í meira en ár en við leggjum okkur fram að halda verðbreytingum í lágmarki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK