Ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA

Ásdís Kristjánsdóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásdís Kristjánsdóttir, sem áður gegndi starfi forstöðumanns efnahagssviðs SA, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hún tekur við af Hannesi G. Sigurðssyni sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1991. Hannes mun áfram gegna mikilvægu hlutverki innan samtakanna sem ráðgjafi stjórnar og framkvæmdastjórnar, að því er segir í tilkynningu.

Anna Hrefna Ingimundardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður efnahagssviðs og tekur við af Ásdísi. Þá hefur Védís Hervör Árnadóttir verið ráðin sem miðlunarstjóri SA, sem er ný staða innan samtakanna, og mun leiða stefnumörkun í markaðs- og miðlunarstarfi og styrkja stafræna þróun samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK