Stefnir á níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, setur stefnuna á níu ferðir …
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, setur stefnuna á níu ferðir til Kaupmannahafnar í viku en segir framboðið þó alltaf ráðast af eftirspurn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flugfélagið Icelandair ætlar að fljúga níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar í Danmörku frá 15. júní. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, vonast til að hægt verði að endurráða starfsfólk sem sagt hefur verið upp.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Stjórnvöld í Danmörku tilkynntu í dag að ferðamenn frá Íslandi væru velkomnir til landsins frá miðjum júnímánuði en þá mega Íslendingar einnig ferðast til Færeyja.

Bogi sagði að endanlegt framboð á ferðum myndi þó alltaf ráðast af eftirspurn en gert væri ráð fyrir níu ferðum til Kaupmannahafnar í viku. Strax væru byrjaðar að berast pantanir.

Icelandair Group hefur hætt að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda og er það vegna þess að meira hefur verið að gera í vöruflutningum hjá fyrirtækinu en búist var við.

Flugfélagið hefur sagt upp 2.400 starfsmönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka