23 hópuppsagnir í maímánuði

Vinnumálastofnun hefur staðið í ströngu.
Vinnumálastofnun hefur staðið í ströngu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls var tilkynnt um hópuppsagnir hjá 23 fyrirtækjum í maímánuði. Nemur fjöldi einstaklinga sem misstu vinnuna í uppsögnunum 1.323 talsins. Þetta segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við mbl.is.

Að hennar sögn benda nýjustu tölur til þess að hægst hafi á uppsagnarhrinu undanfarinna mánuða. Fjöldinn í mánuðinum er jafnframt umtalsvert minni en í síðasta mánuði. Munaði þar mestu um ríflega tvö þúsund uppsagnir hjá Icelandair. „Þetta er miklu minna en var í apríl sem er jákvætt. Vonandi er hægjast á þessu,“ segir Unnur. 

Spurð hvort mest hafi verið um uppsagnir í ferðaþjónustunni kveður Unnur já við. Þar hafi ákveðin landsvæði jafnframt orðið illa úti. „Það er langmest af þessum uppsögnum í ferðaþjónustu. Það kemur verst niður á svæðum þar sem hún er stærst á Suðurlandinu og Suðvesturlandi,“ segir Unnur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK