Magnaður viðsnúningur í Bandaríkjunum

Bandaríkjaforseti, Donald Trump.
Bandaríkjaforseti, Donald Trump. AFP

Þvert á spár sérfræðinga fjölgaði störfum í Bandaríkjunum umtalsvert í maímánuði. Alls jókst fjöldinn um 2,5 milljónir í mánuðinum og er atvinnuleysi nú 13,3%. Þetta kemur fram atvinnuleysistölum vestanhafs. Eru sérfræðingar sammála um að viðlíka viðsnúningur hafi sjaldan sést áður. 

Áður hafði verið gert ráð fyrir að fjöldi Bandaríkjamanna myndi missa vinnuna í mánuðinum sökum áhrifa faraldurs kórónuveiru á hagkerfið. Mest fór atvinnuleysið í 14,7% í aprílmánuði, en búist var við að það myndi jafnvel ná 19% í maímánuði. 

Í könnun Marketwatch voru hagfræðingar spurðir við hverju mætti búast í atvinnutölum mánaðarins. Þar kom fram að gera mætti ráð fyrir því að ríflega sjö milljónir Bandaríkjamanna myndu missa vinnuna í mánuðinum. 

Mikið munaði um fjölgun starfa í byggingariðnaðinum þar sem við bættust nær 450 þúsund starfa. Þá bættust við mörg hundruð þúsund störf í verksmiðju- og verslunarþjónustu. Þá bættist einnig við nokkur fjöldi starfa í heilbrigðisþjónustu. 

Í kjölfar fregnanna hækkaði ruku hlutabréfavísitölur vestanhafs upp. Dow-Jones vísitalan hefur hækkað um ríflega 2,6%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK