Vodafone býður enska boltann á þúsund krónur

Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru með 25 …
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP

Vodafone greinir frá því í dag að fyrirtækið bjóði aðgang að Símanum Sport, sem á sýningarréttinn á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á eitt þúsund krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 

Vodafone auglýsti tilboðið með heilsíðuauglýsingu í prentmiðlum landsins í dag.

Auk þess vonast Vodafone til þess að geta boðið upp á sama verð á næsta keppnistímabili.

Ákvörðun Vodafone kemur í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um brot Símans en fyrirtækið var sektað um 500 millj­ón­ir króna vegna brota gegn skil­yrðum á sátt­um sem fyr­ir­tækið hef­ur á und­an­förn­um árum gert við eft­ir­litið.

Í tilkynningu frá Vodafone kemur fram að verð Símans, sem hluti af eigin vöruframboði, sé mun lægra en núverandi heildsöluverð til Vodafone.

Hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að þetta leggi stein í götu keppinauta Símans. Af þeim sökum hefur Vodafone óskað eftir því að Síminn breyti heildsöluverðlagningu sinni þannig að unnt verði að bjóða neytendum enska boltann á kr. 1.000 á mánuði einnig á næsta keppnistímabili án þess að umtalsvert tap hljótist af,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK