Rekstrarafkoma A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 1,3 milljarða á fyrsta ársfjórðungi ársins, en áætlað hafði verið að afkoman yrði jákvæð um 964 milljónir á tímabilinu. Niðurstaðan er því tæplega 2,3 milljörðum lakari en áætlaði var.
Í tilkynningu frá borginni segir að lakari niðurstaða skýrist einkum af lægri skatttekjum sem reyndust 1,7 miljörðum lægri en áætlun gerði ráð fyrir. auk þess sem tekjur af sölu byggingaréttar eru undir áætlun. Segir jafnframt að rekja megi lækkun tekna til samdráttar í efnahagslífinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru sem var farinn að birtast að einhverju leyti á tímabilinu.