Enn bætist í hóp þeirra Bandaríkjamanna sem sækja um atvinnuleysisbætur. Í síðustu viku voru nýskráningarnar 1,54 milljónir talsins og hafa því 44,2 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur frá því um miðjan mars.
Allt frá því samkomubann var sett í Bandaríkjunum hefur fjölgað jafnt og þétt þeim sem sækja um atvinnuleysisbætur. Af þeim hafa einhverjir snúið aftur til vinnu enda byrjað að aflétta hömlum af völdum kórónuveirunnar í flestum ríkjum Bandaríkjanna.