Play í loftið í haust

Flugfélagið Play.
Flugfélagið Play. mbl.is/Hari

Skúli Skúla­son stjórn­ar­formaður Play seg­ir kostnaðinn við rekst­ur­inn nema allt að 45 millj­ón­um á mánuði. Stefnt er að því að hefja áætl­un­ar­flug á veg­um Play í haust.

Skúli seg­ir markaðinn fyr­ir flug­vél­ar vera gjör­breytt­an og ein­stak­lega hag­stæðan fyr­ir nýtt fé­lag. Þetta kem­ur fram í Viðskipta­blaðinu í dag.

„Ef Covid þró­ast í já­kvæða átt þá erum við að horfa á að byrja áætl­un­ar­flug okk­ar í októ­ber. Það fer mik­ill tími í viðræður við flug­véla­leigu­sala, hvaða kjör og hvers kon­ar vél­ar eru í boði og hvernig þær passa inn í sam­setn­ingu á framtíðarflot­an­um. Enn er al­veg óljóst og fer eft­ir því hvernig staðan verður, hvort við byrj­um með eina eða fleiri vél­ar, enda erfitt að taka ákv­arðanir með alla þessa óvissuþætti fyr­ir fram­an sig,“ seg­ir Skúli.

Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play.
Skúli Skúla­son, stjórn­ar­formaður og aðal­eig­andi Play. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Skúli seg­ir hægt að segja Play vera á góðum stað miðað við keppi­naut­ana sem sitja uppi með flug­vél­ar sem ekki er hægt að nota sem og fjölda starfs­fólks á laun­um.

„Við erum í dag með 36 starfs­menn, en hluti af starfs­fólk­inu hef­ur ekki verið í fullri vinnu meðan á kór­ónu­veirufar­aldr­in­um stóð og því starf­sem­in ekki verið 100%, eða í yf­ir­gír eins og þegar starf­sem­in verður kom­in á full­an skrið. Við erum að brenna á bil­inu 200 til 300 þúsund evr­um á mánuði í rekst­ur­inn núna, sem við get­um staðið vel und­ir þangað til við sjá­um tekju­streymi byrja von­andi strax í haust. Við erum með aðgang að nægri fjár­mögn­un til að fara í loftið,“ seg­ir Skúli sem seg­ir Play vera með all­an und­ir­bún­ing til­bú­inn fyr­ir lokafrá­gang á leigu á flug­vél­um.

Sjá nán­ar á vef Viðskipta­blaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK