„Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku“

Virði Gamma: Novus var lækkað um tæplega 5,2 milljarða vegna …
Virði Gamma: Novus var lækkað um tæplega 5,2 milljarða vegna málsins. Töpuðu lífeyrissjóðir, tryggingafélög og fleiri umtalsverðum upphæðum. mbl/Arnþór Birkisson

Niðurstaða end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Grant Thornt­on á starf­semi Gamma: Novus og Upp­hafi fast­eigna­fé­lagi, sem er að fullu í eigu sjóðsins, á ár­un­um 2013-2019, er að um starf­semi Upp­hafs hafi veru­lega skort á form­festu við ákv­arðana­töku og þá hafi sami ein­stak­ling­ur oft setið við stjórn­völ­inn og stýrt fram­kvæmd fé­lags­ins án virkr­ar aðkomu eða eft­ir­lits frá stjórn eða öðrum aðilum. Þá hef­ur Gamma til­kynnt um fleiri til­vik þar sem grun­ur er um óeðli­leg­ar greiðslur til fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Gamma.

Niðurstaða skýrslu Grant Thornt­on var kynnt eig­end­um hlut­deild­ar­skír­teina í Gamma: Novus í morg­un, en þar á meðal eru meðal ann­ars trygg­inga­fé­lög og líf­eyr­is­sjóðir.

Eft­ir að Kvika banki yf­ir­tók Gamma árið 2019 kom í ljós að eign­ir fast­eigna­fé­lags­ins voru of­metn­ar og var virði þess lækkað úr 5,2 millj­örðum í 40 millj­ón­ir. Töpuðu trygg­inga­fé­lög, líf­eyr­is­sjóðir og fleiri fjár­fest­ar stór­um upp­hæðum eft­ir að hafa fjár­fest í sjóðinum.

Upp­haf var að fullu í eigu fjár­fest­inga­sjóðsins Gamma: Novus og var jafn­framt eina eign sjóðsins. Í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik í fyrra kom fram að fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, Pét­ur Hann­es­son, hafi fengið greitt 58 millj­ón­ir frá verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Vélsmiðju Hjalta Ein­ars­son­ar, VHE, en fyr­ir­tækið hafði jafn­framt fengið risa­stór verk­taka­verk­efni frá Upp­hafi án útboðs.

Pét­ur var síðar kærður til lög­reglu af stjórn­end­um Gamma vegna máls­ins.

Í til­kynn­ingu Gamma kem­ur fram að „um starf­semi Upp­hafs fast­eigna­fé­lags eru að veru­leg­ur skort­ur var á form­festu við ákv­arðana­töku og ut­an­um­hald með verk­efn­um inn­an fé­lags­ins. Þetta birt­ist m.a. í því að oft­ar en ekki var það einn ein­stak­ling­ur sem sat við stjórn­völ­inn og stýrði fram­kvæmd fé­lags­ins, án virk­ar aðkomu eða eft­ir­lits frá stjórn og/​eða öðrum aðilum. Þá lágu í sum­um til­fell­um ekki til grund­vall­ar verk­um skrif­leg­ir samn­ing­ar og ákv­arðanir og rök­stuðning­ur fyr­ir þeim voru ekki skjalfest­ar.“

Þá er einnig tekið fram að virði eigna sjóðsins hafi verið metið með „mis­mun­andi hætti á milli ára og óljóst hvernig for­send­ur að baki verðmats voru fundn­ar í sum­um til­fell­um. Eft­ir­stöðvar verka í eigu sjóðsins voru veru­lega van­metn­ar.“

Þá er tekið fram að í kjöl­far skoðunar Grant Thornt­on hafi greiðslur fleiri en eins sam­starfsaðila Upp­hafs til Pét­urs verið til­kynnt til héraðssak­sókn­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK