Fjölgun starfa umfram væntingar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti. AFP

Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 4,8 milljónir í júnímánuði og er það talsvert umfram væntningar. Áður hafði verið gert ráð fyrir að störfum myndi fjölga um 3,7 milljónir í mánuðinum. Þetta kem­ur fram at­vinnu­töl­um vest­an­hafs. 

Í kjölfar fregnanna hefur hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs tekið við sér, en strax við opnun markaða hækkaði Dow Jones-vísitalan um 420 stig eða rétt tæplega 1,7%. Er þetta annan mánuðinn í röð sem atvinnuleysi minnkar í Bandaríkjunum og stendur atvinnuleysi þar í landi nú í rétt um 11,1%. 

Mest fór at­vinnu­leysið í 14,7% í apr­íl­mánuði, en bú­ist var við að það myndi jafn­vel ná 19% í maí­mánuði. Mikill viðsnúningur varð þó í mánuðinum og svo virðist sem þróunin sé áfram á sömu leið. Bandarískt viðskiptalíf hefur verið að ná vopnum sínum á ný undanfarnar vikur í kjölfar afléttingu takmarkana þar í landi. Á næstu vikum má jafnframt gera ráð fyrir að frekari afléttingar séu í kortunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK