Mjólka í mál við MS

Mjólkursamsalan er sökuð um að hafa reynt að bola Mjólku …
Mjólkursamsalan er sökuð um að hafa reynt að bola Mjólku út af mjólkurvörumarkaði fyrir um áratug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stofnendur og fyrrverandi eigendur Mjólku hafa stefnt Mjólkursamsölunni til greiðslu skaðabóta vegna langvarandi, ítrekaðra og alvarlegra brota á samkeppnislögum gagnvart Mjólku, að því er fram kemur í tilkynningu. Er beint fjártjón metið á um 59 milljónir kr. 

Ólafur Magnússon stofnaði fyrirtækin Mjólku og KÚ.
Ólafur Magnússon stofnaði fyrirtækin Mjólku og KÚ.

Mjólka segir að brotin hafi haft alvarleg neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins með óafturkræfum og alvarlegum afleiðingum fyrir hluthafa félagsins.

Í stefnunni, sem er dagsett 30. júní,  er þess krafist að viðurkennd verði skaðabótaskylda Mjólkursamsölunnar vegna fjártjóns Mjólku sem hlaust af misnotkun Mjólkursamsölunnar á markaðsráðandi stöðu sinni á mjólkurmarkaði á árunum 2008 til ársins 2010. 

Þá krefst Mjólka þess jafnframt að MS verði dæmd til að greiða Mjólku málskostnað. 

Mjólka byggir málatilbúnað sinn m.a. á því að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja Mjólku hrámjólk á mun hærra verði en til keppinauta hans, KS og annarra tengdra aðila, í þeim tilgangi að veikja samkeppnisstöðu Mjólku og bola honum út af mjólkurvörumarkaði, eins og það er orðað í stefnunni. Segir ennfremur að MS hafi með saknæmri og ólögmætri háttsemi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart Mjólku. 

Í stefnunni segir ennfremur, að samkvæmt útreikningi löggilts endurskoðanda nemi beint fjárhagstjón Mjólku tæpum 59 milljónum kr.

„Er sú fjárhæð þannig fundin að árið 2008 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 87.721.240 sem var 10.996.519 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sambærilegt hrámjólkurmagn. Árið 2009 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 306.889.719 sem var kr. 47.927.160 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sama magn hrámjólkur til stefnda. Beint fjártjón stefnanda vegna mismununar árið 2008 og 2009 nam því kr. 58.923.679.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka